top of page

UM SAMHLJÓM

Friðarhugleiðsla Samhljóms er 30 mínútna innstilling

inn á samhljóm og frið á hverju fullu tungli frá kl: 21.00-21.30
 

Verið hjartanlega velkomin að hugleiða með okkur.
♡( ◡‿◡ )

 

Við komum saman í anda og notum

facebook-hópinn okkar til þess að halda utan um hugleiðslurnar okkar og samskipti.

Einu sinni á ári komum við svo saman á Þingvöllum í árlegri sumarhugleiðslu Samhljóms.

 

Leiðarljós Samhljómshópsins hefur frá upphafi verið að skynja meðvitað, og efla í sameiningu, friðarorkuna innra með hverju okkar, og upplifa þannig hjörtu okkar ljóma upp og hljóma saman. Við það verða til margfeldisáhrif og kórgeislun friðar streymir út í samfélagið. Samhljómshópurinn var stofnaður í nóvember 2012 og nú hugleiða saman Samhljómsvinir alls staðar að úr heiminum. 

TILGANGUR

Að koma saman, einstaklingar einingarinnar, í sameinaðri friðarhugleiðslustund einu sinni í mánuði, sjálfum okkur og heildinni til góða.

 

Að upplifa yndisleik einfaldleikans, og hvernig ryþmískur dans hans veitir okkur stöðugleika og blómstrandi gleði í lífsnúinu. 

 

FEGURÐ EINFALDLEIKANS

30 mínútna innstilling inn á samhljóm og frið á hverju fullu tungli frá kl: 21.00-21.30.

 

Við finnum okkur í hljómi hjartans og stillum okkur saman með því að leyfa umvefjandi kærleiksorku að flæða á milli okkar.  Í sjálfri hugleiðslunni notar hver og einn hópur eða einstaklingur sína eigin hugleiðslunálgun.

SAMKOMUSTAÐUR

Hver hópur eða einstaklingur velur sinn eigin hugleiðslustað.

 

Á hinum innri sviðum hittumst við

í anda á Þingvöllum, okkar helga og kraftmikla stað.

 

Einu sinni á ári hittumst við í eigin persónum á Þingvöllum, á Efrivöllum

fyrir neðan Öxarárfoss.

Samhljómur
RAFRÆNT HUGLEIÐSLUMUSTERI

Samhljómur á facebook er opinn hópur sem heldur utan um Samhljómsvini og friðarhugleiðslurnar okkar. Facebook vettvangurinn er því eins konar rafrænt hugleiðslumusteri fyrir okkur þar sem við myndum innri tengingar við hvert annað og byrjum að byggja upp fallega orku fyrir hverja hugleiðslu.  

 

Þremur dögum fyrir fullt tungl er viðburður settur upp fyrir Samhljómshugleiðslu þess mánuðar. Reglur um hópa á facebook gera það að verkum að meðlimir fá ekki allir sjálfkrafa boð um nýjan viðburð, og því er um að gera að vera vakandi fyrir því hvenær tunglið er fullt og taka þátt með orkunni sinni hvar sem maður er staddur á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Til einföldunar hugleiðum við alltaf innan þeirrar dagsetningar þegar tunglið verður fullt á Íslandi.    

Samhljómsvinir

Helga Sóley Viðarsdóttir

Stofnandi og umsjónaraðili

~

„Megir þú skynja frelsi og frið með hverjum andardrætti“

Helga Sigurðardóttir Stofnandi Samhljóms

~

„Megi hin umbreytanlega ljósorka mannkyns

skapa jafnvægi og þú

Móðir Jörð og allt líf

sem á þér bærist

verða umvafið friði og kærleika í hugsun, orði og verki.“

Viðar Aðalsteinsson

 Stofnandi Samhljóms

~

„Við lótustjörnina,

þar sem sólargeislarnir

strjúka mildilega spegilkristalana

á yfirborði vatnsins,

er kærleikurinn,fegurðin og lífið.“

Þórey Viðars

~

„One of my favorite affirmation is..... I am free of the old....Entering the new....Being in the now....Om Shakti Shiva“

Sigga_Skúla.jpg

Sigríður Skúladóttir

~

„Megi eilíft ljós friðar og kærleika
umvefja jörðina okkar.
Megi friður skilningur og sátt
ríkja milli manna og þjóða.“

Skúli Gunnlaugsson

Miðfelli

♡ (1927-2018)

~

„Þú mikla heilaga móðir jörð,
þú fóstra mín.
Megi skapari okkar allra umvefja þig í orku heilunar og ljóss.
Megi höfin þín ár og vötn verða hreinsuð, heil og tær.
Megi skógar þínir, gróður og blómskrúð klæða þig og græða.
Megi jarðvegur þinn vera frjósamur og heilnæmur.
Megi jöklar þínir og fjöll rísa í mikilfengleika sínum, hrein og fögur.
Megi andrúmloft þitt tindra í tærleika sínum.
Megi mennirnir læra að meta þig og umgangast þig með virðingu, væntumþykju og þakklæti.
Megi allt þitt lífríki vaxa og dafna í áru þinni og ljósi.
Þú mikla Gaja, móðir jörð.
Megi svo vera.“

Philip Wade

Englandi

~

"Realising not seeking. Finding not searching. Seeing not looking.

It IS here.“​

Birgir Jónsson

~

„Ást mín er sterkari

sársauka heimsins...

kærleikur okkar skapar

fegurri heim.“

Nafnið þitt

minsida.is

~

„Friðarbæn ~ Ljóskveðja“

Viltu birtast hér?

Sendu upplýsingar á helgasoley@gmail.com
 
1. Ljósmynd af þér
2. Friðarbæn eða ljóskveðju (sjá að ofan)
3. Vefslóð og/eða samfélagssíðu ef þú vilt. 

SAMHLJÓMUR  2012-2024 

bottom of page