top of page

UM SAMHLJÓM

Á Íslandi eru tugir ef ekki hundruð bæna- og hugleiðsluhópa, fyrir utan einstaklinga, sem hugleiða reglulega. Meðal okkar allra hefur væntanlega sú hugmynd komið upp hversu öflugt það væri fyrir eins fámenna þjóð og Ísland er, að mynda tengingu okkar á milli. Því var Samhljómur stofnaður í nóvember 2012. 

TILGANGUR

Að tengja saman hópa og einstaklinga í sameinaðri hugleiðslustund einu sinni í mánuði, sjálfum okkur og heildinni til góða.

 

Hugleiðslan er ætluð til þess að efla í sameiningu friðarorku innra með hverjum og einum og leyfa hjörtum okkar að hljóma saman. Við það verða til margfeldisáhrif og kórgeislun friðar streymir út í samfélagið.

FEGURÐ EINFALDLEIKANS

30 mínútna samstilling inn á samhljóm og frið á hverju fullu tungli frá kl: 21.00-21.30.

 

Við finnum okkur í hljómi hjartans og stillum okkur saman með því að leyfa umvefjandi kærleiksorku að flæða á milli okkar.  Í sjálfri hugleiðslunni notar hver og einn hópur eða einstaklingur sína eigin hugleiðslunálgun.

SAMKOMUSTAÐUR

Hver hópur eða einstaklingur velur sinn eigin hugleiðslustað.

 

Á hinum innri sviðum hittumst við

í anda á Þingvöllum, okkar helga og kraftmikla stað.

 

Einu sinni á ári hittumst við í eigin persónum á Þingvöllum, á Efrivöllum

fyrir neðan Öxarárfoss.

Samhljómur
RAFRÆNT HUGLEIÐSLUMUSTERI

Samhljómur á facebook er opinn hópur sem heldur utan um Samhljómsvini og friðarhugleiðslurnar okkar. Facebook vettvangurinn er því eins konar rafrænt hugleiðslumusteri fyrir okkur þar sem við myndum innri tengingar við hvert annað og byrjum að byggja upp fallega orku fyrir hverja hugleiðslu.  

 

Fjórum dögum fyrir fullt tungl er viðburður settur upp fyrir Samhljómshugleiðslu þess mánaðar. Reglur um hópa á facebook gera það að verkum að meðlimir fá ekki allir sjálfkrafa boð um nýjan viðburð, og því er um að gera að vera vakandi fyrir því hvenær tunglið er fullt og taka þátt með orkunni sinni hvar sem maður er staddur á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Til einföldunar hugleiðum við alltaf innan þess sólarhrings þegar tunglið verður fullt.    

bottom of page